15.05.1942
Neðri deild: 58. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í B-deild Alþingistíðinda. (1966)

133. mál, hitaveitulán fyrir Ólafsfjarðarhrepp

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Frv. þetta er flutt eftir beiðni hreppsnefndar Ólafsfjarðar. Þar er farið fram á, að ríkið ábyrgist allt að 200 þús,. kr. lán til hitaveitu í Ólafsfirði.

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta mál, en vísa um það til kostnaðaráætlunar, sem gerð hefur verið og fylgir frv. Í síðara hluta hennar er þess getið, að líkur séu til, að mest efnisins fáist hér heima, en hins sé von á næstunni, er á vanti.

Af þessu má sjá, að framkvæmdir eru þegar undirbúnar. Vegalengdin, sem leiða þarf heita vatnið, er um 4 km og kostnaður veritsins áætlaður mest 200 þús. kr., eins og áður er sat. og það er fullyrt af þeim, er áætlunina hafa samið, að alla verkamenn sé hægt að fá þar á staðnum, því að engir verkamenn hafi flutzt þaðan brott. Það mætti teljast réttmætt að styðja að framkvæmdum í þeim, sveitum, er þannig er um, og það gerir hv. þd. með því að samþ. þetta frv. Það er flutt af n., og því tel ég heppilegast, að því sé þegar vísað til 2. umr.