05.03.1942
Neðri deild: 13. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 697 í B-deild Alþingistíðinda. (1990)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég hef ekki séð þessi ummæli í blöðun,um, sem hv. þm. Seyðf. talar um. En ég hygg, að mér sé óhætt að fullyrða, að birgðir hafi ekki dregizt saman. Ég vil þó ekki gefa neina skýrslu um það án þess að ræða við hæstv. viðskmrh. Ég geri ráð fyrir, að ef hv. d. vill fá nákvæmar upplýsingar um þetta mál, sé hægt að gefa þær innan skamms.

Um skattamálin er það að segja, að flokkarnir hafa í aðalatriðum komið sér saman, og er v erið að semja um ýmis atriði og undirbúa það, að lagafrv. verði lagt fram. Eins og hv. þm. veit, tekur það sinn tíma að ganga frá málum í öllum atriðum.