05.03.1942
Neðri deild: 13. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 697 í B-deild Alþingistíðinda. (1991)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Pétur Ottesen:

Ég sé ekki ástæðu til að ræða almennt um frv., þó að það hafi verið gert af hæstv. ráðh., auk þess sem hv. flm. reifði málið.

Ég verð að segja, að ég er ekki sammála hæstv. forsrh. um, að það sé í fullu samræmi við yfirlýsingu þá, sem hæstv. ríkisstjóri gaf, að einhverjir þm. innan stjórnarfl. fari að hlaupa til og flytja frv. um þetta sameiginlega stefnuanál stjórnarfl. Það er heilbrigðara, að sameiginleg áhugamál stjórnarfl. og ríkisstj. komi beint frá stj., eða að þm. úr báðum flokkum flytji þau sameiginlega.

Það er alveg rétt af hv. þm. Seyðf. að vera ekkert að blanda sér inn í okkar mál, sjálfstæðismanna. Við kunnum áreiðanlega betur að orða okkar hugsun en hann.