19.05.1942
Efri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (2026)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti ! Í gær lá fyrir brtt. á þskj. 441 frá hv. 1. þm. Eyf, um að bæta inn í 1. gr., eins og þar hermir. Hann gerði grein fyrir till. sinni á þann veg, að hann teldi mikla nauðsyn að binda í l., að framkvæmdasjóðnum yrði varið til ræktunar og býlafjölgunar. Ég get verið honum sammála að víssu marki, en ég tel rétt, að það standi í l., eftir hvaða reglum slíkt er framkvæmt, og því hef ég borið fram varatill. mína á þskj. 448, þar sem stungið er upp á, að ef horfið verður að því að verja hluta af framkvæmdasjóðnum til þessara hluta, sé farið eftir reglum IV. kafla l. um byggingar- og landnámssjóð, en hann fjallar um nýbýli og samvinnubyggðir. Ég hygg, að þá sé tryggt, að fénu verði ekki varið á þann veg, að um verði deilt. En um leið og ég vil bæta þessu skilyrði við, vil ég einnig bæta því við, að einhver hluti megi líka fara til verkarnannabústaða. Það þarf líka að leggja mikla áherzlu á að auka húsakynni verkamanna í bæjum og kaupstöðum, því að reynslan er búin að sýna, að á yfirstandandi tíma er ekki hægt að reisa nýbyggingar, svo sem þörf krefur. Þó að ekki sé um neitt aðstreymi að ræða, er eðlileg mannfjölgun í bæjum svo mikil. Það er þá farið bil beggja um hagsmuni þeirra, sem í sveitum búa, og hinna, sem bæina byggja. Ég vænti, að hv. d. geti fallizt á þessa varatill.