19.05.1942
Efri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 722 í B-deild Alþingistíðinda. (2029)

20. mál, framkvæmdasjóður ríkisins

Erlendur Þorsteinsson:

Hv. 1. þm. Eyf. hélt því fram, að ég hefði í gær viljað fara í meting út af till hans. Það er ekki rétt. Ég benti á, að í l. um byggingar- og landnámssjóð væri ætlað fé til býlafjölgunar í sveitum og því ekki rétt að setja þetta í l. um framkvæmdasjóð. Hins vegar tel ég eðlilegt, úr því að hv. 1. þm. Eyf. heldur fast við að vilja auka framlag til sams konar býla og er gert ráð fyrir í l. um byggingar- og landnámssjóð, að ákvæði komi líka inn um verkamannabústaði. Ég er sömu skoðunar og í gær, að fé framkvæmdasjóðs eigi sérstaklega að verja til stofnunar nýrra framleiðslugreina, og það er rökvilla hjá hv. 1. þm. Eyf., að býlafjölgun í sveitum sé ný. framleiðslugrein.