11.05.1942
Neðri deild: 55. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (2046)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Menntmn. sendi þetta frv. fræðslumálastjóra til umsagnar, og hefur n. sniðið till. sínar eftir áliti hans, eins og sjá má á nál. á þskj. 354.

1. brtt. er um það, að heimilt sé að greiða styrk lestrarfélögum í kauptúnum, þótt sýslubókasafn sé þar starfandi, ef það hefur eigi sams konar bókakost, en samkvæmt núgildandi l. er ekki heimilt að greiða slíkum lestrarfélögum styrk, vegna þess að svo var litið á, að menn gætu alveg eins notað sýslubókasafnið, ef það væri þar starfandi. Hins vegar mun það hafa sýnt sig, að þessi sýslu- eða amtsbókasöfn hafa annars konar bókakost en hentar fyrr almenning, og þess vegna koma þau ekki að þeim notum, sem til er ætlazt, og þá er rétt, að lestrarfélög á þessum stöðum geti orðið aðnjótandi þess styrks, sem til er ætlazt í l. um lestrarfélög og kennslukvikmyndir.

B-liður 1. brtt. þarf engrar skýringar við. Í l. er ákveðinn tími ætlaður til að úthluta styrknum, en hér er lagt til, að það sé gert svo fljótt sem auðið er.

2. brtt. n. er við 1. gr. frv., sem sé sú, að í staðinn fyrir það, að í l. er talað um félagsmannagjöld, er hér talað um félagsmanna- og afnotagjöld og styrk úr hrepps- og sýslusjóði. Afnotagjöld eru gjöld þeirra manna, sem nota bókasöfnin og borga fyrir, en eru ekki félagsmenn. Enn fremur er hugmyndin, að hreppsfélög og sýslufélög styrki lestrarfélögin, og er gert ráð fyrir, að till,agið úr sjóðnum geti orðið eins og helmingur af þessum tekjum samanlögðum. Þó megi ekki greiða neinu félagi hærri fjárhæð en svarar 2 kr. fyrir hvern félagsmann, sem árgjald hefur greitt, eða 4 kr. á heimili. Ástæðan til, að óskað er eftir þessari breyt., er sú, að það sýndi sig, að það, sem lagt var fram úr ríkissjóði, gekk ekki alveg upp eftir þeim reglum, sem fylgt var við úthlutunina. Fari svo, að styrkurinn gangi ekki upp samkvæmt þeim reglum, sem hér á að samþ., þá er lagt til, að veita megi lestrarfélagi aukastyrk, miðað við bókakaup félagsins, útlán bóka og aðra aðstöðu.

3. brtt. þarf ekki skýringar við.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum, en vænti, að till. verði samþ.