21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (2057)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

Frsm:

(Bernharð Stefánsson): Þetta frv. er komið frá Nd. og var borið þar fram af hv. þm. V.-1: og hv. þm. Barð. Það gekk í fyrstu aðeins út á að afnema hámark það, sem var í l. um lestrarfélög og kennslukvikmyndir varðandi styrk til þeirra, er eigi skyldi verða meiri en tvær kr. á ári á hvern félagsmann. Frv. tók nokkrum breytingum í Nd., m.a. þeim, að aðalefnið upphaflega var fellt niður, 2 kr. hámarkið sett inn aftur, en í staðinn var svo ákveðið í niðurlagi 3. gr., að auk þess megi veita lestrarfélögum aukastyrk, ef tekjur sjóðsins leyfa, og eigi þá að miða við bókaeign félaga, útlán bóka og aðrar aðstæður. Þá var tekið upp það nýmæli Nd. að veita styrk lestrarfélögum í kauptúnum, þótt þar séu sýslubókasöfn. Menntmn. þessarar deildar hefur athugað frv., — að vísu skemur en æskilegt hefði verið. Eins og sést á þskj. 470, leggur hún til, að það verði samþ. óbreytt. Ég get ekki sagt fyrir víst um ástæðar hv. meðnm. minna til að mæla með frv., en fyrir mitt leyti tel ég samþ. þess betri en ekki, og tel ég það sérstaklega til bóta, að veita megi lestrarfélögum viðbótarstyrk, þegar ástæður eru til og fé fyrir hendi. Fylgi mitt við frv. ber ekki að skilja svo, að ég hefði ekki kosið að gera nokkrar breytingar á því, ef mér hefði ekki virzt of naumur tími til að láta það ganga milli deilda.