11.05.1942
Neðri deild: 55. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 730 í B-deild Alþingistíðinda. (2066)

95. mál, styrkur til Íslendinga vestan hafs til náms í íslenzkum fræðum í Háskóla Íslands

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra. forseti ! Menntmn. hefur haft þetta frv. til athugunar og er ásátt um að æskja þess, að það nái samþykki hv. d., þó með lítils háttar breyt. við þrjár gr. þess.

Í fyrstu gr. er gert ráð fyrir því sem skyldu að styrkja menn að vestan til náms hér heima. N. óskar eftir, að samkomulag geti orðið um það, að þetta yrði ekki bein skylda, heldur heimild fyrir kennslumálaráðh. N. telur þeta heppilegra, því að engin ástæða væri til að fullnægja þessu sen skyldu, ef t.d. enginn sækti um styrkinn. Hins vegar álít ég og n., að heimildin geri hér sama gagn og skyldan, því að ef umsókn um námsstyrk við háskólann kemur fram, yrði talin sjálfsögð skylda að verða við henni. Í gr. komi svo orðið kennslumálaráðherra í stað menntamálaráðherra.

Í annan stað vill n. gera þá breyt. við 2. gr., að þar standi, að námsmenn fái greiddan hæfilegan kostnað í stað fulls kostnaðar, þar eð á einum tíma gæti það talizt óhæfilegt, er á venjulegum tímum væri hæfilegt.

T.d. eins og sakir hafa nú staðið í vetur, hefði vart verið hægt að koma manni fyrir til húsa annars staðar en á gistihúsi, en ég teldi ekki rétt að græða þar allan kostnað, sem gæti orðið fleiri tugir króna á dag. Því er þessi varnagli settur um hæfilegan kostnað, sem væri í rauninni fullur kostnaður, borinn saman við það, sem aðrir þyrftu að sætta sig við á hverjum tíma.

Ég vil bera fram í þessu sambandi, hvort ekki væri heppilegt, að stjórnin sæi um, að eitt herbergi á nýja stúdentagarðinum yrði. ánafnað Vestur-Íslendingum til þessara nota.

Ég vil aðeins láta þessa getið hér, því að n. sýndist þetta þjóðráð, þótt það væri ekki tekið upp í nál.

Þá er sú breyt. við 3. gr., að 4 ár komi í staðinn fyrir 5 ár, svo að ekki sé miðað við lengra árabil en tíðkast um líkar styrkveitingar.

Mér þykir sómasamlegt að byrja með þessa gömlu, góðu reglu, að veita styrkinn í 4 ár. Ég hef þá, held ég, ekki fleira að taka fram f.h.n., en vænti þess aðeins, að frv. verði samþ.