21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (2097)

104. mál, eftirlit með opinberum rekstri

*Frsm. meiri hl. (Magnús Gíslason):

Herra forseti ! Þetta frv. er flutt af meiri hl. allshn. í Nd. eftir beiðni atvmrh. ag fer fram á afnám l. nr. 31 9. jan. 1935, um eftirlit með opinberum rekstri. Þessi l. voru framkvæmd nokkur ár. En á Alþingi 1939 var tekið inn ákvæði um frestun þeirra í l. um bráðabirgðabreyting nokkurra laga. Atvinnumálaráðuneytið hefur talið, að eins og hægt var að fresta þessum l. árið 1940, muni fært að leggja þau með öllu niður. Enda mun hafa komið í ljós, að lítið gagn var að eftirlitinu, og jafnvel flm,. löggjafar þessarar játuðu, að ekki riði á að fara nú að framkvæma hana að nýju óbreytta. Tveir af nm., við hv. 2. hm. S.- M., leggja til, að frv. þetta verði samþ., en 3. nm., hv. 2. landsk., telur sig ekki geta tekið afstöðu að svo stöddu. Samkvæmt l. þessum átti að skipa sérstök rekstrarráð, sem hafa átt a nokkurs konar eftirlit með starfrækslu þeirra ríkisstofnana, sem settar höfðu verið á stofn, þegar lögin voru samþ., og skiptust þær í 3 flokka, og voru sérákvæði miðuð við hvern þeirra, en af mörgum ástæðum er nú mikið af því úrelt. Ein höfuðþýðing ráðanna var, að forstjórum var skylt að ráðgast við þau um allar meiri háttar framkvæmdir. Þó að árangur þessa skipulags yrði víst aldrei merkilegur, verð ég að segja, að nauðsyn væri að hafa meira eftirlit með sumum ríkisstofnunum en er, svo sem einkasölum og öðrum sölufyrirtækjum. Forstjórar mega heita þar einvaldir um reksturinn, og þótt stofnanirnar heyri beint undir ráðuneytið, hefur það lítil skilyrði til eftirlits, skortir bæði mannafla til þess og sérþekkingu. Ég vildi beina því til hæstv. atvmrh. (MJ), sem hér er staddur, hvort ekki væri rétt að taka upp aðra skipun á þessum málum, hvort ekki sé tilefni til betra eftirlits með ýmsum ríkisstofnunum framvegis. Ef svo stór fyrirtæki væru í einkarekstri, dytti engum annað í hug en hafa við hlið forstjórans einhverja yfirstjórn, sem réði með honum fram úr stærstu vandamálunum.