30.04.1942
Efri deild: 43. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (2108)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti! Þetta mál hefur legið um nokkurt skeið hjá allshn., og er rétt að geta þess, að sú töf, sem varð á afgreiðslu þess, stafaði af því, að n. vildi fá nokkrar frekari upplýsingar og kallaði á sinn fund borgarstjóra og bæjarverkfræðing og ræddi við þá. En við nánari athugun töldum við ekki þörf á breyt. N. taldi nauðsynlegt að fá lýsingu jarðarinnar úr veðmálabókum, en á því varð dráttur, og þegar nál. á þskj. 271 var gefið út, hafði henni ekki borizt sú lýsing. Nú hafa þær upplýsingar borizt n., en henni virðist ekkert sérstakt á þeim að græða.

Eins og sjá má af grg., er það kappsmál fyrir Reykjavík og nauðsynlegt að fá til eignar land það, sem um er að ræða, sérstaklega það svæði, sem vatnsuppspretta bæjarins er í, við Gvendarbrunna. Um það er n. sammála, að eðlilegt sé, að bærinn eigi það land. Landrými er allmikið, þó að mest sé óræktað land, og fylgir nokkurt beitilamd, sem nágrannahreppurinn hefur not af, og gera má ráð fyrir, að það verði samkomulagsatriði milli bæjarins og ríkisstj.

Eftir því, sem upplýsingar liggja fyrir um þessa jörð í fasteignamatsbókinni 1932, er ekki um sérstaklega stóra ábýlisjörð að ræða. Á þeim tíma er túnið talið 4 ha. og töðufengur 250 hestar, en úthey um 100 hestar. Þanna er lítill matjurtagarður, en önnur hlunnindi skógarhögg og silungsveiði. Varðandi skógarhöggið er það almenn skoðun, að þar sem skógarleifar eru enn í landi, beri að friða. skóginn til að skapa skilyrði til nýrrar skógræktar. Einnig það er samkomulagsatriði milli ríkis og bæjar, þegar um sölu vær að ræða.

Því var hreyft í n., hvort gætu komið til greina skipti á landi milli ríkis og bæjar og því máli hreyft hér af hv. l. þm. N.- M. Hæstv. forsrh. tjáði mér, að hann legði mikið upp úr slíkum skiptum.

Að athuguðu máli er n. öll á eitt sátt um, að Reykjavíkurbær þurfi að fá þetta, og mælir því með, að sú heimild verði veitt, sem í frv. felst.