30.04.1942
Efri deild: 43. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í B-deild Alþingistíðinda. (2109)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

Páll Zóphóníasson:

Þegar mál þetta var hér fyrst til umr., benti ég n. á ýmis atriði, sem bar að taka til athugunar, en hún hefur ekki komizt að þeirri niðurstöðu, sem ég óskaði eftir. Ég er með því, að Rvík fá Hólm keyptan, en ekki alveg skilyrðislaust. Ríkið þarf að fá land, sem liggur að Keldum. Það er tregða á þessu og strandaði á því, að bæjarfél. keypti Korpúlfsstaði. Eigandi þeirra keypti á sínum tíma spilda úr Keldnalandi. Það hefur verið leitað hófanna að fá þessa spildu, en eigandi Korpúlfsstaða sagði, að meðan ekki væri vitað, hvort bærinn keypti, kæmi ekki til mála að ákveða það. Ég vil því hafa í 1. gr. frv., að ríkisstj. sé heimilað að. selja Hólmsland til Rvíkur, en fá í staðinn landið kringum Keldur, sem bærinn hefur umráðarétt yfir. Þó að það sé tryggt, á meðan núverandi landbúnaðarráðh. situr, að Hólmsland verði ekki látið og ekkert komi í staðinn, verður hann ekki ráðh. til eilífðar.

Ég vildi óska, að hæstv. ráðh. væri við, þegar þetta mál er afgreitt, og ég óskaði eftir því í gær, að það væri ekki rætt fyrr en hann kæmi. Ég vil því biðja hæstv. forseta að fresta umr. til mánudags.

Ég benti líka á það við 1. umr., að land, sem tilheyrir Hólmi, liggur í tveim hreppum, og að komin væri ósk um, að Mosfellssveitarhreppur fengi heiðarlandið fyrir upprekstrarland. Ég heyrði ekki hv. frsm. minnast á þetta. Það er ákveðinn vilji hreppsn. Mosfellssveitarhrepps að fá þetta land, en til þess hefur n, ekki tekið neitt tillit. Ég tel víst, að þegar málið kemur til Nd., komi fram brtt., hvað þetta snertir.