30.04.1942
Efri deild: 43. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 737 í B-deild Alþingistíðinda. (2110)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég vil fyrst beina því til hæstv. forseta, að hann léti ljúka þessari umr. á þessum fundi. 3. umr. er eftir, og þá er hægt að koma fram með brtt., ef hv. þdm. sýnist svo. Það er nú áliðið þings, en á hinn bóginn nauðsynlegt, að málið fái afgreiðslu á þessu þingi.

En fyrst ég er staðinn upp á annað borð, vil ég segja örfá orð og vík þá einkum máli mínu til hv. 1. þm. N.- M. Allt það; sem hann drap á, eru aðeins samkomulagsatriði milli bæjarins annars vegar og ríkisins hins vegar. Hann bar mikinn kvíðboga fyrir því, að nýr ráðherra tæki við stjórn þessara mála. Réttmæti þess ótta fæ ég nú ekki séð. — En það er mikil nauðsyn að fá viðbót við þetta land handa bænum.

Nefndin ræddi ekki um þá hlið þessa máls, er snýr að Mosfellingum, en það er líka aðeins samkomulagsatriði.

Hins vegar er það náttúrlega rétt, að þeir þurfa að hafa beitarland handa fé sínu. Hin, vegar mun þeim hreppum, er hér eiga hlut að máli, ekki vera eins brýn nauðsyn á upprekstrarlandi og hv. 1. þm. V.-M. vill vera láta. — Skv. skýrslum frá 1932 voru um 2000 kindur í þessum hreppum. Síðan hefur þessi tala lækkað, bæði vegna breyttra búskaparhátta og sauðfjársjúkdóma. Annars er þessi hlið málsins, svo sem aðrar, aðeins samkomulagsatriði. Fjölyrði ég svo ekki frekar um þetta mál að sinni.