05.05.1942
Efri deild: 49. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (2134)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég greiði atkv. móti þessum brtt., vegna þess að þessar yfirlýsingar liggja fyrir frá borgarstjóranum í Reykjavík, sem ég tek alveg gildar. Og í annan stað, viðkomandi fyrr í hluta brtt., vegna þess að í heimildinni til þess að selja Reykjavíkurborg þetta land felst það að mínu áliti jafnframt, að þar af leiðir, að Mosfellshreppur geti gengið inn í kaupin með sínum forkaupsrétti. Því að það leiðir af hlutarins eðli, að ríkisstjórnin lítur þannig á. (PZ: Þá tek ég aftur brtt. á þskj. 288.)