20.05.1942
Neðri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 745 í B-deild Alþingistíðinda. (2142)

56. mál, sala Hólms í Seltjarnarneshreppi

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil aðeins vekja athygli á því, að nokkur hluti af landi Hólms, lítill að vísu, er í Mosfellshreppi, og ég veit, að það er ósk þess hrepps að fá þann hluta keyptan, sem liggur innan þeirrar sveitar. Í Ed. var borin fram brtt. um að heimila Mosfellssveit að fá þennan hluta keyptan. Hún mun ekki hafa verið samþ., en því var lýst yfir af þáverandi hæstv. forsrh., að hann teldi Mosfellshrepp hafa forkaupsrétt á þessu landi. Ég vil lýsa því yfir, að ég tek þann skilning gildan og geri ráð fyrir, að Mosfellshreppur geri kröfu til að fá keyptan þennan hluta af Hólmslandi.