13.05.1942
Efri deild: 56. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (2181)

118. mál, eignarnám landa á hverasvæðinu í Ölfusi

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. hefur verið hjá allshn. lengur en hún ætlaðist til. Er það af því, að n. fannst ástæða til að senda málið til bæjarráðs Reykjavíkur til umsagnar. Sú umsögn barst ekki fyrr en í gærmorgun, og þá tók n. málið strax fyrir og hefur afgr. það, eins og sjá má á þskj. 397.

N. féllst á, að brýn nauðsyn væri, eins og byggingum er nú komið í Hveragerði, að þar verði komið á skipulagi um flestar þær almennu nauðsynjar, sem þorpið þarf að hafa, svo sem vatnsveitu, hitaveitu, frárennsli og annað slíkt. Skortir mjög á, að nokkurt skipulag sé á þessu, svo að til stórvandræða harir, ef ekki er úr bætt. N. féllst á, að eina trygga ráðið til úrbóta væri, að ríkið ætti landið, sem þorpið stendur á. Frekari rök fyrir frv. þarf ekki, þar sem það er tekið fram í. grg.

Um leið og n. féllst á þetta, þótti henni rétt að taka til athugunar, hvernig þarna stendur á. Það er sem sé þannig, að nauðsynlegt er að taka nokkurt land af Vorsabæ. Hins vegar sér n. ekki ástæðu til, að tekinn sé leiguréttur af ábúanda fram yfir það, sem brýn nauðsyn þorpsins krefur. Þess vegna leggur n. til, að 2. gr. sé orðuð nokkuð um, og í þeirri brtt. kemur nokkuð skýrt fram, hvað hún ætlast til, að miðað verði við, þegar ná þarf samningum við ábúandann í Vorsabæ. g hygg, að það sé til nokkurra bóta að orða gr. þannig, því að þar kemur skýrt fram, að n. telur sjálfsagt, að byrjað sé á þessu; þegar ríkið hefur fengið eignarréttinn, og þá sé komið á fullkomnu skipulagi eftir till. skipulagsn. ríkisins, og verði þá ekki komnir á samningar við ábúandann í Vorsabæ, þá verður tekinn eignarnámi sá hluti landsins, sem þorpinu er nauðsynlegur. Virðist n., að þetta sama hafi vakað fyrir hv. flm., en n. telur, að orðalagið sé skýrara og ákveðnara í brtt. en í gr. Mér skildist á hv. flm., sem kom til viðtals við n., að hann væri ekki mótfallinn, að brtt. gengi fram, og þá leiðir af sjálfu sér, að ef 2. gr. er orðuð eins og n. leggur til, að óþarft er, að í fyrirsögninni sé nefnt leigunám, því að n. gat ekki fundið annað en að þar yrði að vera um eignarnám að ræða. Þess vegna leggur n. til, að fyrirsögnin sé orðuð lítið eitt á annan veg, til fyllra samræmis við efni frv.

Ég hygg, að málið liggi svo ljóst fyrir, að ekki þurfi að skýra það frekar. N. leggur til, að frv. gangi fram með þessum breyt.