21.05.1942
Neðri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (2194)

118. mál, eignarnám landa á hverasvæðinu í Ölfusi

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Það mun vera rétt, sem hv. 8. landsk. segir um efni þáltill., sem flutt var um þetta efni í Ed., en var dregin til baka og þetta frv. flutt. Frv. var flutt í staðinn fyrir till. vegna þess, að í till. var aðeins gert ráð fyrir, að heimila kaup, — meira var ekki hægt þar, — en í frv. er gert ráð fyrir eignarnámsheimild.

Allshn. hefur ekki athugað sérstaklega þennan stað, og þess vegna get ég ekki gefið upplýsingar um einstaka lóðabletti þar, er mér er tjáð, að sú lóð, sem hv. þm. minntist á, sem sé sú lóð, sem Kaupfélag Árnesinga á þarna, sé innan þess svæðis, sem heimila á að taka eignarnámi. Mér hefur enn fremur verið tjáð, að kaupfélagið muni vera reiðubúið að selja ríkinu þetta land. Ég hygg þess vegna, að hv. þm. hafi ekkert við málið að athuga út frá því sjónarmiði. Þetta frv. er undirbúið af Pálma Einarssyni ráðunaut, og munu takmarkanir þess landssvæðis, sem tilgreint er í frv., að taka megi eignarnámi, settar í samráði við hann.