22.05.1942
Neðri deild: 64. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (2201)

118. mál, eignarnám landa á hverasvæðinu í Ölfusi

*Eiríkur Einarason:

Ég get fallizt á hófsamleg rök hv. þm. N.- Þ., og ég vil taka það skýrt fram, að ég vil á engan hátt tefja þetta mál. Ef ég tek brtt. mína aftur, rá er það eingöngu með tilliti til þess, að ég vil ekki stofna málinu í þá hættu, að það fái ekki afgreiðslu í Ed. í þessu þingi. Hins vegar skil ég ekki þann ofsa, sem greip hv. 2. þm. Árn. Fannst mér öll ræða hans óljós og þokukennd og ekki laus við mótsagnir, en annars ekki þm. sæmandi. Hirði ég ekki um að svara henni. En til þess að málið verði ekki fyrir töfum, og þar sem fyrir liggur yfirlýsing Egils Thorarensens, sem ég ekki véfengi, tel enda, að till. mín hafi orkað þar nokkru um, þá tek ég till. mína aftur.