02.05.1942
Efri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (2210)

80. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti! Fulltrúi Alþfl. í n. samþ. þær breyt., sem fyrir liggja. En ég kvaddi mér hljóðs m.a. til þess að beina þeirri fyrirspurn til frsm. n., hvort ekki sé ástæða til að gera nokkrar breyt. við þessi l. umfram (það, sem í frv. greinir, sérstaklega hvort ekki þurfi að íhuga að atriði, sem almennt fylgir l. um stofnanir sem þessa, að gert sé ráð fyrir sérstökum aðila, er endurskoði reikninga. Hv. frsm. getur e.t.v. upplýst, hvernig endurskoðun hefur verið framkvæmd, en ef það er rétt, að samsölustjórnin sjálf tilnefni endurskoðendur, er það í hæsta máta óviðeigandi. Væri ekki nauðsynlegt, að jafnvel nú væri sett inn ákvæði um, hvernig endurskoðendur skuli skipaðir?