21.05.1942
Neðri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í B-deild Alþingistíðinda. (2268)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

*Frsm. (Jón Pálmason):

Frv. þetta er flutt af hæstv. ríkisstj., og felast í því tvö atriði til breyt. á gildandi lögum:

1. Gert er ráð fyrir, að verðlagsuppbót sé greidd á skrifstofu- og embættiskostnað.

2. Tekið er hér inn í frv. ákvæði laga nr. 60 1941 um, að verðlagsuppbætur skuli greiddar á styrki til héraðs-, húsmæðra- og gagnfræðaskóla.

Fjhn. hefur athugað frv., og mælir meiri hl. hennar með því, að frv. verði samþ. óbreytt, en einn nm., hv. þm. Seyðf., skrifar undir með fyrirvara, að því er snertir brtt. hans um að hæk.ca laun opinberra starfsmanna um 10–20%. — Meiri hl. nefndarinnar getur ekki fallizt á þá ráðstöfun. Það skal að vísu játað, að ýmsir opinberir starfsmenn hafa lægri laun en kostur er á að fá í almennri vinnu, en á hinn bóginn er vinna þeirra stöðugri og veitir meira öryggi. Það er rétt, að Bandalag opinberra starfsmanna kom á fund fjhn. og flutti rök fyrir máli sínu, en meiri hl. n. gat ekki á þau rök fallizt. Á hinn bóginn er frekar hægt að mæla með öðrum aðferðum, þ.e.a.s. að verðlagsuppbótin yrði greidd starfsmönnum eftir ómagafjölda, en ekki öllum greitt jafnt, eins og nú er. En eins og ég hef áður sagt, óskar meiri hl. n. eftir því, að frv. verði samþ. óbreytt.