19.05.1942
Neðri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í B-deild Alþingistíðinda. (2291)

141. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

*Bjarni Bjarnason:

Þetta verða aðeins örfá orð. — Það er satt, að það hefur nokkra kosti, að þarna er sundlaug. En ég vil þá spyrja: Til hvers á að nota hana? Hún á ekki að vera fyrir pilta. Ég hélt, að þetta væri ungmennafélagslaug og hefði verið gerð til þess, að ungir menn stunduðu þar sundnám, en ekki hefði verið meiningin, að þessi laug yrði aðeins til afnota fyrir kvennaskólastúlkur. Það má vel vera, að sumir telji það nauðsynlegt að halda stúlkunum einangruðum, en ég er hræddur um, að það gangi illa, auk þess sem ég tel það hreinan barnaskap. Það er þvert á móti nauðsynlegt, að ungar stúlkur og piltar læri að umgangast hvert annað kurteislega, og það á ð stuðla að því að kenna þeim það í þessum skólum. Mín skoðun á þessum málum er því eins andstæð hinni skoðuninni og frekast er unnt.