21.05.1942
Neðri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 774 í B-deild Alþingistíðinda. (2295)

141. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Frsm. (Pétur Ottesen):

Við 1. umr. var gerð grein fyrir frv., og hef ég í rauninni engu þar við að bæta. Landbn. mælir með framgangi málsins. Hafa þó 2 nefndarmenn skrifað undir með fyrirvara. Ég vil mælast til þess við hæstv. forseta, að hann sjái sér fært að afgreiða málið úr deildinni í dag, því að þá mun kostur á að fá afgreiðslu á því í Ed. En í sambandi við undirbúning að stofnun húsmæðraskóla í Borgarfirði er það mikilsvert að fá það ákvæði í l., að skólinn skuli reistur á þeim stað, sem undirbúningsnefndin kýs helzt.