20.05.1942
Efri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

136. mál, tollskrá o.fl.

Erlendur Þorsteinsson:

Ég var fyrri flm. að frv. því á þskj. 124, sem hv. 2. landsk. spurði um. Ég vil taka það fram, að frv. var tekið fyrir á fundi n. 13. apríl, og óskaði ég, að það yrði þá tekið til afgreiðslu. En aðrir óskuðu, að frv. yrði sent tollstjóra til umsagnar, og virtust mér þeir vera frv. mótfallnir að einhverju leyti. Umsögn tollstjóra hefur ekki borizt enn . Ég geri ráð fyrir, að það frv. og annað tollskrárfrv., sem vísað var til n. nýlega, verði tekin fyrir í n., þegar frv., sem fyrir liggur, kemur þangað, og fáist þá úr því skorið, hverja afgreiðslu n. ætlar þeim.