24.04.1942
Efri deild: 40. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

9. mál, eftirlit með ungmennum o.fl.

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég sé, að gerðar hafa verið nokkrar brtt. við þetta frv., sem eru að mínu áliti allar heldur til hins verra.

Eins og ég gat um við 1. umr. þessa máls, var frv. um þetta tilbúið, þegar haustþingið kom saman, en var ekki vilji meðal þm.samþ. svo ströng ákvæði sem það frv. gerði ráð fyrir. Er ekkert við því að segja, en ég vil gjarnan, að það komi hér fram, að það stóð ekki á mér að ganga frá þessu, nú það var ekki vilji fyrir því hjá þm. Það var reynt að ganga skemmra í þessu máli og koma með ákvæði, sem mættu verða að gagni, og var það gert í því frv., sem var hér lagt fyrir, og eftir að hafa borið sig saman við þá, sem vildu ganga skemmst í þessu máli, var þetta frv. samþ.

Ég held, að þótt vera kunni eitthvert gagn í þessu frv., eftir að búið væri að draga úr því eins og gert yrði, ef þessar brtt. væru samþ., þá verður frv. miklu rýrara en frv. það, sem var lagt fyrir upphaflega.