27.04.1942
Efri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (244)

9. mál, eftirlit með ungmennum o.fl.

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Herra forseti ! Við 1. umr. lét ég í ljós þá ósk f.h. allshn., að fyrsta brtt. á þskj. 216 yrði ekki látin koma þá til atkv., heldur skyldi því frestað til 3. umr., af því að rétt áður en fundur var settur, bárust n. plögg varðandi málið, sem hún vildi kyna sér frekar. Nú hefur n. farið yfir þessi gögn og ekki fundizt ástæða til að breyta aftöðu sinni til málsins, en leggur til, að till.— verði samþ. Till. fer í þá átt að færa aldurstakmarkið, sem eftirlit með unglingum er miðað við. úr 20 árum í 18 ár. Úr því að farið er upp fyrir aldurstakmarkið, sem sjálfræði manna er miðað við, sem sé 16 ár, er alltaf álitamál, hve langt skuli gengið. En því lengra sem farið er frá 16 ára takmarkinu, því meiri hætta er á, að það sé ekki í samræmi við réttarmeðvitund þjóðarinnar, að verknaður, sem talinn er vítalaus, ef fullorðið fólk fremur hann, skuli vera refsiverður og þung hegning koma fyrir í l. um eftirlit með ungmennum.

N. taldi æskilegt, að ríkisstj. vildi bera fram frv. um, að sjálfræði manna verði fært úr 16 ára aldri upp í 18 ára. Við 2. umr. komu ekki fram nein andmæli gegn brtt. nema frá hæstv. forsrh., en þau andmæli voru ekki þannig, að ég ætli að mótmæla þeim, en þar sem ég sé, að hæstv. forsrh. er nú staddur hér í d., þá vildi ég mælast til þess, að hann geri þessu máli betur skil heldur en við 2. umr. þess, og er n. reiðubúin til að ræða öll ágreiningsatriði við hann.

Ég legg svo til, að brtt. verði samþ. og að málið verði afgr. úr d. á þessum fundi.