18.05.1942
Neðri deild: 60. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (2441)

38. mál, stjórnarskipunarlög

*Bergur Jónsson:

Minni hl. stjskrn. flytur 3 brtt. við stjskrfrv., og eru þær á þskj. 438. Fyrsta brtt. er um það að halda sömu tölu þm. og verið hefur, 49, í stað þess að frv. gerir ráð fyrir 52. 2. brtt. er í fyrsta lagi um það að fella niður ákvæðin um hlutbundnar kosningar í tvímenningskjördæmum þeim, sem nú eru ákveðin í stjskr., og jafnframt tekið upp það ákvæði, sem verið hefur í stjskr., að skipta megi tvímenningskjördæmum með lögum.

Það hefur verið talað mikið um það og mun aldrei verða hrakið, að hlutfallskosningar í tvímenningskördæmum er fyrirkomulag, sem ekki í getur staðizt til frambúðar, en ég geri ráð í fyrir, að hv. þm. séu búnir að binda sig við þetta, og þess vegna höfum við borið fram varatill. um það að fella ekki niður það ákvæði, sem nú er í stjskr., um það, að skipta megi tvímenningskjördæmunum með lögum. Það hafa aldrei í stjskr. verið bundnar þannig hendur þingsins; að ekki væri hægt að skipta kjördæmum. Þetta hefur verið gert hvað eftir annað, t.d. í Þingeyjarsýslu, Ísafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu.

Þó að það sé enginn vafi á því, að meiri hl. þm. ætli sér að greiða atkv. með frv., þá get ég þó ekki skilið, að hv. dm. greiði atkv. á móti þessari varabrtt. En ég vil þó gjarnan fá það fram, hvort hv. þingmeirihluti ætlar sér að ganga svo langt í því að binda stjórnarl. landsins, að ekki verði hægt að breyta tvímenningskjördæmum í einmenningskjördæmi. Hér er um það að ræða, hvort þingmeirihlutinn ætlar að binda með stjskr., að ekki sé hægt að skipta tvímenningskjördæmunum í einmenningskjördæmi, ef þurfa þykir. Hér mun greina á um það, hvort hann ætlar að skella skollaeyrunum við allri sanngirni og réttlæti í þessu máli eða ekki.