19.05.1942
Efri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (2465)

38. mál, stjórnarskipunarlög

*Jónas Jónsson:

Ég ætla ekki að ræða málið neitt sérstaklega að þessu sinni, en aðeins taka það fram, að þau skilyrði, sem n. getur starfað undir nú, eru þannig, að þar getur ekki orðið lögð fram sú vinna, sem þarf og á að vera í n., sem hefur svona stórt mál til meðferðar. Við framsóknarmenn lítum svo á, að af undirbúningi og eðli málsins og tímanum, sem því er ætlaður, geti n. í sjálfu sér ekki starfað á þann hátt, sem nauðsynlegt er, — og því fremur sem það mun vera um samið af vissum meiri hl. í d., að það gangi fram óbreytt. Þess vegna höfum við framsóknarmenn ákveðið að sitja hjá við atkvgr. um þetta mál, hvort því verði vísað til n. En verði hins vegar n. kosin, munum við taka þátt í henni, þó að við búumst ekki við, að nefndarstörfin verði slík sem þessu máli hæfa.