21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (2475)

38. mál, stjórnarskipunarlög

*Forsrh. (Ólafur Thors):

Ég skal ekki gera ræðu hv. 1. þm1. Eyf. að umræðuefni, og er það einnig út af ósk hæstv. forseta um, að menn stytti ræðutíma sinn. Það mun vera svo með okkur báða, hv. 1. þm. Eyf og mig, að hvorugur muni alla sína fortíð. En ég hygg því miður, að ég sjái ekki allt fyrir, því að svo mikill vitmaður er ég ekki, en ég áskil mér rétt til þess að taka afstöðu til mála. Og, hvað öðrum málum viðvíkur, læt ég ósagt um, en í þessu máli hef ég rökrétta fortíð. Þótt ég hafi ekki viljað árið 1927 fylgja því, að Siglufjörður yrði sérstakt kjördæmi, en vilji það nú, þá þarf ekki að vera neitt ósamræmi í því. Læt ég svo úttalað um þetta atriði.

Viðvíkjandi fyrirspurn Frv. 1. þm. Eyf., sem var um, hvort endanlegir samningar hefðu farið fram og hvort þýðingarlaust sé að bera fram brtt. við málið, þá get ég svarað þessu á eftirfarandi hátt: Sjálfstfl. tilnefndi ráðh. flokksins til þess að ræða við Framsfl., en þegar þær umr. leiddu ekki til samkomulags, þá vöru 3 menn kjörnir frá Sjálfstfl. til þess að ræða við Alþfl. Við Kommúnistafl. hefur enginn af þm: Sjálfstfl. rætt með umboði flokksins, en e.t.v. hafa einstaka þm. flokksins rætt við einstaka þm. Kommúnistaflokksins um þetta mál. Um það veit ég ekkert. — Þegar lokið var umr. við Alþfl., þá var sú samþykkt gerð í Sjálfstfl. að gera enga samninga um þetta aðra en þá, sem byggjast á sameiginlegri afstöðu þessara flokka í stjskrn. Viðvíkjandi hinni fyrirspurn þessa hv. þm: vil ég svara því, að ég er þess fullviss, að brtt. hans nær ekki fram að ganga: Einnig er ég henni mótfallinn, því að hún rekur marga hv. þm. af þingi, og eru það eftirtaldir hv. þm. Framsfl., sem yrðu þá að sitja heima, af því að þeir eiga ekki heima í kjördæmum sínum. Hv. þm. Mýr., þm. Barð., þm. Str., 1. og 2. þm. Skagf., þm. S.- Þ., 1. þm. N.-M. og 1. þm. S. M. Það er nærri því helmingur hv. framsóknarþm. ! Fyrr má nú rota en dauðrota. Þar að auki vil ég ógjarnan sjá á bak ýmsum þessara hv. þm. héðan af Alþ. Það yrði einnig til þess að skerða vald sveitanna að leyfa þeim ekki að taka sér þm., nema þeir séu búsettir í kjördæminu sjálfu. Ég tel alveg víst, að þessi brtt. næði ekki fram að ganga, og ef hún yrði bori upp, mundi hún aðeins tefja störf Alþ., en það virðist vera almenn ósk hv. þm. að ljúka þingi fyrir hvítasunnu.