21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 949 í B-deild Alþingistíðinda. (2484)

38. mál, stjórnarskipunarlög

*Forsrh. (Ólafur Thors):

Ég vil aðeins geta þess, að einn af hv. þm. Sjálfstfl. er fjarverandi í samráði við mig. Ég taldi, að ekki mundi nú koma til atkvgr. um þetta mál. Þessi þm. er hv. A. landsk. (ÁJ). En með því að það skiptir engu um afgreiðslu málsins, getur atkvgr. farið fram eins fyrir því, þó að hann sé fjarverandi. En þar sem um svo alvarlegt mál er að ræða sem þetta, þótti mér rétt að taka þetta fram.