19.03.1942
Neðri deild: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (2502)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Gísli Guðmundsson:

Ég vil taka undir það með hv. 7, landsk. (GÞ), að þess mun full þörf að athuga, hvaða möguleikar muni vera fyrir hendi til að bæta þeim, sem orðið hafa fyrir eignatjóni og jafnvel atvinnutjóni vegna þessara tundurdufla, sem sprungið hafa, en það hefur sérstaklega orðið fyrir Norðausturlandi. Ég hygg, að það muni mega teljast óhjákvæmilegt, að af því opinbera verði gerð einhver ráðstöfun til þess, að slíkt tjón verði bætt.

Vil ég skjóta því til hæstv. ríkisstj., hvort hún sér sér fært samkv. l. um stríðstryggingar að bæta slíkt tjón, sem verða kann á eignum manna í smáum stíl, án þess að l. um stríðstryggingar þyrftu að koma til framkvæmdar að öðru leyti.