06.05.1942
Efri deild: 50. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (2509)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég man ekki til þess að hafa hliðrað mér hjá að svara fyrirspurnum, sem bornar hafa verið fram á formlegan hátt. Þetta get ég því ekki tekið til mín.

Fyrirspyrjandi upplýsir það, að frá þessu hafi verið skýrt í blaði þess flokks, sem ég tilheyri. Eftir þessu er auðsætt, að vitneskja hans um samninginn er til staðar. En ef samningurinn hefur verið gerður, eins og blaðið skýrir frá, sem ég , býst ekki við, að hann sé í neinum vafa um, þá þyrfti náttúrlega að gefa upplýsingar nm samninginn, en þær eru bara ekki til staðar.

Í annan stað stend ég ekki sem ráðh. að þessum samningi. Það er þess vegna eðlilegra, að þeir hæstv. ráðh., sem þar eiga hlut að máli, svari þeim fyrirspurnum, sem fram hafa komið. En það veit ég, að báðum þessum hv. þm. er kunnugt, sem hafa sett út á það, að ég svaraði ekki þessum fyrirspurnum, að þessi mál heyra ekki fyrst og fremst undir þá stjórnardeild, sem ég veiti forstöðu.