21.04.1942
Neðri deild: 39. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 964 í B-deild Alþingistíðinda. (2518)

Afgreiðsla mála úr nefndum

*Finnur Jónsson:

Ég skal upplýsa, að þetta frv. var sent til Fiskifélags Íslands til umsagnar, og sömuleiðis var leitað umsagnar forstjóra fiskideildar atvinnudeildarinnar. Þessar umsagnir eru ókomnar til n., en þegar ær hafa borizt, mun málið fljótlega verða tekið fyrir. Fundir hafa farizt fyrir í dag, þar sem margar nm. verði fjarverandi, en að sjálfsögðu verðar málið afgr. svo fljótt sem hægt er, eftir að þessar umsagnir eru komnar.

En úr því verið er að spyrjast fyrir um mál hér, langar mig til að spyrjast fyrir um mál, sem ég hef flutt hér ásamt öðrum flokksmönnum mínum hér í d. mjög snemma þings. Það er frv. um breyt. á l. um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. Við flm. höfðum ástæðu til að halda, að þetta frv. ætti hér mikið fylgi og sennilegt, að það mundi ekki verða að ágreiningsmáli, þar sem því var yfirlýst af hv. form. Sjálfstfl. fyrir tæpu ári, að hann hefði mikinn áhuga fyrir, að þeir, sem orðið hefðu fyrir tapi vegna gengisbreyt. 1939, fengju nú það tap endurgreitt á þann hátt, að genginu yrði breytt í réttlátaxa horf en verið hefur nú síðustu ár. Sömuleiðis er kunnugt, að sá þröskuldur, sem var í vegi fyrir gengisbreyt, fram á síðustu mánuði ársins 1940, er nú burtu fallinn, þar sem Bretar gera ekki lengur kröfu til þess, að íslenzka krónan í óbreyttu hlutfalli við sterlingspundið. Auk þess sem hv. form. Sjálfstfl. virtist hafa sérstaka áhuga fyrir þessu máli, þá hafa 3 eða fleiri þm. frá Sjálfstfl. gefið yfirlýsingu um, að genginu væri breytt til réttlátari vegar og töldu það þá merkustu og réttlátustu dýrtíðarráðstöfun, sem hægt væri að gera. Hv. þm. V.-Sk. var meðal þeirra. Og úr því að ýmsir helztu áhrifa- og ráðamenn Sjálfstfl. hafa sérstakan áhuga á því, að gengið að hækkað, þá hefur Alþfl. og við flm. sérstaka ástæðu til að halda, að þessu máli yrði hraðað, og því meiri ástæða er fyrir mig að óska, að þetta mál verði afgr. frá n. og tekið til meðferðar hér í d. sem allra fyrst. Nú er farið að byrja á nýjum sölusamningum við Breta, og vitanlega væri þá tækifæri til að breyta gengi krónunnar, áður en gengið er til þessara samninga. Ég vil því mjög mælast til þess við hæstv. forseta, að hann hlutist til um það við hv. fjhn., að hún skili áliti sínu um þetta mál sem allra fyrst.