21.04.1942
Neðri deild: 39. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (2523)

Afgreiðsla mála úr nefndum

*Sveinbjörn Högnason:

Það má vera, að hv. þm. seyðf. þyki allt kjaftæði, sem ekki kemur frá honum sjálfum, en allir vita, að mjög er erfitt að fá hann til að mæta á fundum. Hefur stundum orðið að hringja til hans út í bæ til að reyna að fá hann á fund. Það er og vitanlega alveg ómögulegt að heimta aðeins afgreiðslu á einu einasta máli, sem þm. kann að hafa áhuga á, en önnur eigi að sitja á hakanum. Ég var ekkert að deila á hann fyrir starfhæfi hans, hann er sjálfsagt í bezta lagi starfhæfur, þegar hann kemur en öllum er kunnugt, að mjög er erfitt að fá hann til að sækja fundi.