21.04.1942
Neðri deild: 39. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 966 í B-deild Alþingistíðinda. (2529)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Forseti (JörB):

Ég vil beina því til hv. þm. Seyðf., að ég hef ekki verið að gera hér upp á milli manna og á engan hátt tilgreint, hver væri ámælisverður. Það er því óþarfi fyrir hann að vera að beina skeytum sínum til mín. Ég hef aðeins bent hv. fjhnm. á, að þeir eigi að gera upp þessar sakir innan n. Og hvað áhrærir afgreiðslu mála, þá mun ég, eins og mín er venja, reyna, ef óskað er eftir, að greiða fyrir afgreiðslu þeirra í n., og mun ég reyna að gera það einnig í þessu atriði.