22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (2649)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Hermann Jónasson:

Það er eitt atriði, sem ekki virðist vera komið til vitundar hæstv. dómsmrh., en það er, að ef prentsmiðjustjórinn óskar ekki að vinna áfram við fyrirtækið, er uppsagnarfrestur hans svo langur, að prentarar bjóðast til að greiða honum biðlaun.***

Því hefur verið haldið fram, að ekki væru l. fyrir þessari ráðstöfun. Hvar eru l. fyrir því að leigja Gimli eða Bernhöftseignina? Það yrðu nokkrir tugir ráðstafana, sem þyrfti að ógilda, ef ætti að fara þá leið, sem fram kemur í bréfi hæstv. dómsmrh.

Annars væri fróðlegt að vita, hvað þessir hæstv. ráðh., dómsmrh. og forsrh., raunverulega muna um það, sem við höfum talað um þetta mál. Hæstv. forsrh. sagðist á sínum tíma ekki hafa annað á móti því en það, að hann vildi ekki ræða það, meðan á verkfallinu stæði, en mér kæmi ekki á óvart, þó að hann hefði gleymt því.