22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (2652)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Bergur Jónsson:

Ég skal ekki blanda mér í það mál, sem hér liggur fyrir, en vil aðelns varpa fram þeirri spurningu til núv. stj., hvort þeim þyki það sæmilegur viðskilnaður við fyrrv. forsrh. að lofa honum ekki að fá þann dómstól, sem nú, eins og sakir standa, getur um þetta mál dæmt og rætt, þ.e. hæstv. Alþ. Það er sá eini dómstóll, .sem nú er hægt að koma við, svo að hæstv. fyrrv. forsrh. geti borið af sér sakir. Hæstv. fjmrh. sagði áðan, að fyrrv. forsrh. hefði brotið stjskr., og það má því ekki minna vera en að hæstv. fyrrv. forsrh. gefist tækifæri til þess að bera af sér sakir. Ég hélt, að hæstv. ráðh. hefðu þó a.m.k. það við hv. þm. að rækja úr fyrrverandi samvinnu, að þeir gætu unnað honum þess að fá að leggja málið fyrir hæstv. Alþ., jafnvel þó að til þess þyrfti að halda kvöld- eða næturfund.