23.05.1942
Sameinað þing: 21. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í D-deild Alþingistíðinda. (2656)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Brynjólfur Bjarnason:

Ég vil leyfa mér að gera fyrirspurn um það, hvernig á því stendur, að ekki hefur verið tekin á dagskrá till., sem útbýtt var í gær, um leigu á prentsmiðjunni Gutenberg. Mér skildist á umr., sem fram fóru utan dagskrár í gær, að hæstv. forseti lofaði því, að till. skyldi tekin á dagskrá, ef það reyndist svo, að forsetar deildanna væru því samþykkir. Ég geri ráð fyrir, að hæstv. forseti hafi ráðfært sig við hina forsetana, og vil leyfa mér að gera þá fyrirspurn, hvernig á því stendur, að till. skuli ekki hafa komið til umr.