23.05.1942
Sameinað þing: 21. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í D-deild Alþingistíðinda. (2660)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Hermann Jónasson:

Þess hefur verið óskað, að ég léti í ljós skoðun mína á þessari málsmeðferð. Ég spurðist fyrir um það í gærkvöldi, hvort ekki væri hægt að taka þetta mál fyrir í nótt áður en allmargir þm. fóru af þingi. Mér var tjáð, að þetta þætti ekki fært, og að það mundi ekki heldur vera hægt í dag, enda allmargir þm. farnir, og gat það breytt afgreiðslu þessa máls. En hitt get ég sagt hv. 1. landsk., fyrst hann spyr mig um þetta mál, að það verður þing væntanlega í sumar og væntanlega næsta haust, — og ég býst ekki við, að ég skiljist við þetta mál frekar en önnur, sem ég hef tekið upp.