27.02.1942
Neðri deild: 9. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (2694)

4. mál, frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík

1) BJ:

Ég var ósamþykkur því, að brbl. þau, sem hér liggja fyrir, væru út gefin, en þar sem þau voru gefin út á löglegan og stjórnarfarslega réttan hátt, og með því að þau hafa þegar verkað þannig, að kosningum hefur erið frestað í Reykjavík og kosningadagur ákveðinn samkvæmt brbl., svo sem sjálfsagt var, tel ég ekki rétt að neita um staðfestingu Alþingis og segi því já.