31.03.1942
Efri deild: 25. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (29)

12. mál, loftvarnir

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er lagt fram í þinginu af ríkisstj. til staðfestingar á bráðabirgðal. frá 9. des. 1941, og hefur það gengið gegnum Ed. og verið samþ. þar án breyt. Efni frv. er aðeins það, að bæta við gildandi I. Um „ráðstafanir til loftvarna“.

Gert er ráð fyrir að bæta við því ákvæði, að húseigendum skuli skylt að hafa til í húsum sínum nauðsynleg slökkvitæki, eftir því sem loftvarnanefnd ákveður. En tæki þessi eru aðallega sandpokar. Allshn. hefur athugað málið og telur rétt, að það verði samþ., því að þessi ákvæði virðast vera ofur eðlileg og húseigendum ekki sérstaklega kostnaðarsöm.