26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í C-deild Alþingistíðinda. (354)

4. mál, frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík

Haraldur Guðmundsson:

Örstutt athugasemd. Ég verð að mótmæla því, sem hæstv. forsrh. segir, að ég noti hvert tækifæri, sem gefst, til að narta í bændur. Það er líka öðru nær en till. Alþfl. í dýrtíðarmálum sé ætlað að leiða til áníðslu á bændum. Fyrstu till. í þeim málum voru bornar fram af Alþfl. haustið 1940, og var lagt til að setja útflutningsgjald á ísfisk seldan til Bretlands, en bæta upp með því verð annarra ísl. afurða, m.a. landbúnaðarframleiðslunnar. Ef framsóknarmenn hefðu aldrei gert aðrar kröfur en verðlag landbúnaðarafurða og kaupgjald yrði látið hækka í réttu hlutfalli hvort við annað, dytti mér ekki í hug að rengja óhlutdrægnina, sem hæstv. forsrh. hrósar sér af og flokki sínum, en í andbúnaðarvörur hafa sumar hækkað tvöfalt við vinnuna. Framsóknarmenn fengu bann við hækkun þeirra numið úr lögum, meðan enn var bannað að hækka kaupið, og létu þá sem þeir mundu ekki misnota sjálfræðið í þeim efnum. Annað kom þó brátt í ljós, og verður aldrei út skafið, að þeir hafa í dýrtíðarmálum beitt hlutdrægni sér til pólitísks framdráttar.