20.03.1942
Efri deild: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (39)

8. mál, vegabréf innanlands

Erlendur Þorsteinsson:

Ég hef heyrt, að herstjórnin heimti vegabréf af almenningi víðar en hér í Reykjavík, t.d. á ýmsum samgönguleiðum, og af þeim, er með flugvél ferðast. Ég veit ekki, hvort þetta er rétt, en vil spyrja hæstv. forsrh., hvort menn úti á landi geti fengið vegabréf, án þess að það sé fyrirskipað.

Ég álít, að það sé alveg nauðsynlegt til þess að firra menn vandræðum, einkum ef þeir ferðast eitthvað. Menn utan af landi, bæði kaupýslumenn og aðrir, koma oft hingað til Reykjavíkur, og ef herstjórnin er farin að krefjast vegabréfa af öllum, er ferðast á helztu samgönguleiðum, verður ekki hjá því komizt, að lögreglustjórar úti á landi hafi vegabréf handa þeim, er þess óska.