03.03.1942
Neðri deild: 11. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í C-deild Alþingistíðinda. (390)

16. mál, ráðstafanir gegn dýrtíðinni

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Frv. þetta er í aðalatriðum í samræmi við frv., sem þm. Alþfl. fluttu á síðasta þingi. Þó er það að því leyti frábrugðið því frv., að í frv. frá haustþinginu 1941 var gert ráð fyrir breyt. á l. frá 9. júlí 1941, en í þessu frv. eru breyt. felldar inn í l. frá 1941. Þá er í þessu frv. lagt til, að ríkisverðlagsn. verði skipuð eftir tilnefningu þriggja stærstu þingflokkanna, en í frv. frá haustþ. átti ríkisstj. að hafa óbundnar hendur um skipun n.

Ég skal ekki fjölyrða um frv. Það hefur komið í ljós í skipun gerðardómsins, að ríkisstj, er ekki treystandi í þessu efni. Sá dómur er svo skipaður, að neytendur eiga þar engan fulltrúa.

Í frv. er ákvæði um það, að ef gengi íslenzkrar krónu verður hækkað, skuli ríkisstj. heimilt að verja allt að 6 millj. kr. úr dýrtíðarsjóði til að standast útgjöld, sem á ríkissjóð falla vegna gengishækkunarinnar. Þetta byggist á því, að augljóst er, að ef gengið hækkar, er það svo veigamikið atriði til andspyrnu gegn dýrtíðinni að draga mætti úr öðrum ráðstöfunum.

Þá er gert ráð fyrir, að afnám tolla og tekjuöflun vegna dýrtíðarsjóðs gildi til 1. júlí 1943 í stað ársloka 1942. Loks er gert ráð fyrir 8 millj. kr. framlagi úr ríkissjóði í stað 5. Er það í samræmi við till., sem fram kom á haustþ.

Þá er ekki gert ráð fyrir 10% álagi á tekjuskatt. Sú upphæð var innheimt með skattinum 1941, en nú er búizt við, að á þessu ári verði gerðar breyt. á skattal., og er rétt að bíða eftir því að sjá, hvernig þær verða.

Þetta eru aðalbreyt. frá því, sem fram kom á síðasta aukaþ. Þegar dýrtíðarl. voru afgreidd frá reglulegu þ. 1941, var samkomulag um afgreiðslu þeirra. Við Alþflmenn greiddum atkv. með þeim, og ég er þess fullviss, að ef þeim l. hefði verið beitt, hefði mikið mátt draga úr dýrtíðinni. Það voru 2 ákvæði, sem drógu úr gildi þeirra. Annað var, að í stað ákvæða um takmarkanir flutningsgjalda og annars slíks, voru heimildir til ríkisstj. L. voru heimildarl., en ekki bein fyrirmæli.

Hitt atriðið var, að þ. vildi ekki fallast á till. okkar Alþflmanna um sameiningu yfirstjórnar alls verðlagseftirlits. Í stað þess að hafa eftirlitið í höndum fjögurra verðlagsnefnda, sem starfa hver eftir sínu sjónarmiði, á vitanlega að sameina eftirlitið undir einn hatt. Meiri hl. Alþ. taldi, að í þessu fælist engin hætta, þar sem lokaákvörðunin vari hjá ríkisstj. En það kom samt í ljós, að ótti okkar Alþflmanna var ekki ástæðulaus. Ég skal ekki fara að rekja þá sorgar sögu. Ríkisstj. hefur ekkert gert til að framkvæma þessi l., heldur hefur hún lagt þau á hilluna og látið sér nægja að innheimta 10% álagið. Ráðh. Framsfl. bera því við, að aðgerðarleysið sé ekki þeim að kenna, heldur ráðh. Sjálfstfl., sem ekki hafi viljað hafa samvinnu um takmörkun á flutningsgjöldum og afnám tolla. Við höfum svarað því, að ef nokkur alvara lægi að baki hjá ríkisstj. um að framkvæma dýrtíðarl., þá hefði strax verið kallað saman aukaþ. til að fá bein fyrirmæli í stað heimildarl. Þetta gefur ekki verið gert, heldur notuð sú aðstaða, að aðeins var um heimildarl. að ræða.

Í frv., sem fyrir liggur, er gerð tilraun til að bæta úr þeim tveimur agnúum, sem ég nefndi. Það er gert ráð fyrir, að verðlagseftirlitið verði sameinað hjá ríkisverðlagsn. Hún á að hafa bæði verkefnin með höndum, að ráðstafa fé dýrtíðarsjóðs og gera ráðstafanir til að hefta dýrtíðina.

Þá er í frv. sú breyt., að í stað heimilda handa ríkisstj. til niðurfellinga tolla, lækkunar á farmgjöldum o.fl., skuli koma ákveðin fyrirmæli.

Um tekjuöflunarleiðir nægir að vísa til grg. auk framlags úr ríkissjóði á að fá féð af þeim tekjum landsmanna, sem eru tengdar við það sérstaka ástand, sem nú ríkir.

Þó að ég telji, að það orki ekki tvímælis, að till. okkar eru réttmætur og skynsamlegar, er það vitanlega álitamál, hvort til eru fleiri svipaðar leiðir, sem fara mætti, og er sjálfsagt að rannsaka, hvort svo er.

Ég vil að lokum segja það, að þó að ég telji óþarft að rekja hér sjáanlegar afleiðingar af því, ef dýrtíðin fer vaxandi, er þó eitt í því sambandi, sem ég vil vekja athygli á, en það er það, að ef dýrtíðin magnast, er augljóst, að ein afleiðingin verður sú, að misskipting efnahagsins verður enn meiri en nú, hinir ríku verða ríkari og hinir snauðu snauðari.

Ég óska þess, að frv. verði vísað til fjhn.