09.03.1942
Neðri deild: 15. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (407)

23. mál, skipti Laxárdals og Ymjabergs og 3/4 hlutum Stóru-Sandvíkur

Eiríkur Einarsson:

Ég tel rétt, áður en málið fer til 2. umr., að minna á eitt atriði. Jörð sú í Sandvíkurhreppi, sem um ræðir, er ekki Stóra-Sandvík öll, heldur 3/4 af Stóru-Sandvík I, en Stóra-Sandvík II er jarðarpartur án sérstaks ábúanda og liggur undir bónda jarðar einnar í nágrenninu. Þetta þarf að koma greinilegar fram í frv. en er, og beini ég því til n. Að vísu býst ég við, að henni mundi verða þetta tjóst án minnar íhlutunar, því að vitanlega gengur hún ekki frá mikilsverðum eignaskiptum sem þessum án þess ð afla sér nýs og óvéfengjanlegs veðbókarvottorðs um jörðina.

Eins og hv. þm. Dal. tók fram, álít ég ekki rétt eða sanngjarnt að fara á neinn hátt bak við ábúendur jarðanna, heldur láta þá og hreppsfélögin vita, áður en þetta frv. sé gert að lögum. Þótt ég sé sízt að gera ráð fyrir, að ábúendurnir yrðu beittir hörðu af hinum nýja landsdrottni, er það nú svona samt, að mikill hugur leikur stórhuga mönnum og upprennandi jafnan á kaupum jarðar sinnar, hvenær sem þeir heyra, að eitthvert los sé komið á um eignarhald hennar. Það er mannleg eigingirni, og þótt við séum allir góðmenni, hefur hver sina eigingirni og metnað fyrir því og vill hvergi siður láta traðka rétti sínum en í málum jarðar sinnar. Víða um byggðir er einnig áhugi hreppsfélaganna vakandi fyrir öllum fasteignahreyfingum í sveitinni. Því betur sem sveitarfélög eru mennt, því meiri er sá áhugi og tilfinning. Segja má, að þegar það er ekki meiri skussi en ríkið, sem vill eignast mikinn hlut Stóru-Sandvíkur, megi vel við una. En rétt hjá er að vaxa upp blómlegt sveitaþorp að Selfossi, og veit ég, að þar muni verða fylgzt af miklum áhuga með því, hvað um jörðina verður. Það eru sumir og ekki allir, sem geta tekið undir með einvaldanum, sem sagði: „Ríkið, það er ég.“ En því smærri og umkomuminni sem hinir einstöku þegnar ríkisins eru, því minni ástæðu hafa þeir til að talta undir þessi orð. — Einnig eru þeir til sem þykir betra að yrkja eigin jörð en hafa ríkið að landsdrottni, hversu góður sem væri.