29.04.1942
Neðri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

2. mál, dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Þótt hv. þm. Seyðf. hefði bætt öðrum klukkutímanum við þessa klukkutíma ræða sína, hefði hann ekki verið nær kjarna málsins en hann er. Þrátt fyrir tveggja klukkutíma skraf gæti hann ekki neitað því, sem er viðurkennt af öllum, að ef hemil á að hafa á verðbólgunni, verður að grípa til þess, sem stj. hefur gert, að hafa gerðardóm í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Þetta er það, sem stj., hefur verið að brýna fyrir andstæðingum málsins, en þeir farið í kringum, eins og köttur í kringum heitan graut. Það þýðir ekki að halda langa ræðu, ef ekki eru færð nein rök til sanninda. Hv. þm. Seyðf. sagði, að ég hefði ekki verið sjálfum mér samkvæmur í dýrtíðarmálum fyrr og síðar. Ég hefði ekki viljað verja fé úr ríkissjóði til þess að lækka vörur og borga tolla og flutningsgjöld, en svo byrjað á því síðar. En það hefur annað breytzt síðan. Það er grundvöllurinn, sem hefur breytzt við það, að gerðardómsl., voru sett. Það hefur algerlega farið fram hjá hv. þm. Þegar svo grundvöllurinn er fyrir hendi til þess að það nái einhverjum árangri að berjast gegn dýrtíðinni, geng ég inn á, að rétt sé að nota heimildir þessar, svo langt sem þær ná. Hins vegar get ég fullyrt það við þm., að ef kaupið hefði hækkað um áramótin, hefði ekki verið um neina stöðvun vísitölunnar að ræða, þrátt fyrir það, þótt þessar ráðstafanir yrðu gerðar um lækkun tolla, vegna þess að hækkunin hefði haft í för með sér hækkun ú innlendum afurðum.

Og þá hefði ekki heldur til þess komið, því að það var þýðingarlaust að grípa til þeirra ráðstafana, sem dýrtíðarl. heimiluðu. Ég sagði, að það hefði ekki verið mikill munur á aðstöðu fyrrverandi ráðh. Alþfl. og minni gagnvart dýrtíðarl. og framkvæmd þeirra. En þetta sagði lm. þm., að væri algerlega rangt. Og til þess að sanna það, tók hann það fram, að sá ráðh. hefði um miðjan des. s.l. lagt fram vissar till. í ríkisstj. og aðrir ráðh. hefðu ekki fallizt á þær. En hvernig stóð þá á því, að sá hæstv. ráðh. lagði þessar tili. fram í ríkisstj. fyrst um miðjan des. 1941, eftir að l. höfðu verið í gildi frá því tímanlega á árinu? Hvers vegna lagði hann þær ekki fram í ríkisstj. fyrr en í des. 1941, úr því að hann hafði verið þeim sammála framan af árinu um framkvæmd þessara l.? Ég geri mér alveg ákveðna hugmynd um það, hvers vegna það var. Það höfðu sem sé orðið breyt. í stjórnmálunum frá því að löggjöfin var sett og þar til þessi hæstv. ráðh. lagði þessar till. fram í ríkisstj. Það hafði verið ákveðið, að kosningar ættu að fara fram, bæði í bæjarstjórn og till Alþingis á í hönd farandi ári, sem ekki var framan af árinu, eftir að þessi l. voru sett, á meðan við vorum sammála um afstöðuna gagnvart framkvæmd laganna.

Hv. þm. þóttist hafa fundið einhvern vizkustein í sambandi við það, hvernig dýrtíðin hefði byrjað og hve óðfluga hún hefði vaxið í byrjun stríðsins hér á landi. Það var nú reyndar þannig, að ég var búinn að víkja að þessu og gerði grein fyrir því, að það væri af þeim eðlilegu ástæðum, að við þyrftum að flytja inn miklu meira af okkar nauðsynjavörum hlutfallslega en nokkur önnur þjóð, og þar á meðal fyrst og fremst Bandaríkin, þar sem verðbólgan hefur ekki vaxið nema um 6% á vissum tíma. Og hvað þýðir það í þessu sambandi að flytja inn vörur? Það þýðir ekki aðeins það að kaupa vörurnar fyrir markaðsverð á þeim stað, þar sem þær eru keyptar, heldur leggst líka á þær flutningur. Og hann hefur orðið mjög miklu dýrari en áður vegna stríðsástandsins, sem er í heiminum, og allar siglingar hafa orðið dýrarl. En þetta, hversu dýrtíðin óx fyrstu mánuði stríðsins, eða við getum sagt fyrsta ár stríðsins, það kemur náttúrlega ekkert við framkvæmd dýrtíðarl., því að þau urðu ekki til fyrr en í júní 1941. Svo að hv. þm. skýtur yfir markið, þegar hann áfellist mig fyrir afstöðu mína gagnvart framkvæmd þeirra l. á þeim tíma, þegar þau voru alls ekki til. En það má segja, að það hafi verið sameiginleg sök okkar allra að hafa ekki verið nógu vakandi í byrjun ófriðarins um að setja skorður við verðbólgunni í landinu. En ekki þýðir að sakast um orðinn hlut. Hins vegar býst ég við, að afstaða mín hefði verið svipuð, hversu snemma sem rankað hefði verið við sér, um það, að ég hefði álitið nauðsynlegt að gera fleira en að verja fé úr ríkissjóði, - sem þá var reyndar alls ekki til —, til þess að borga verðmismun á innfluttum eða innlendum vörum. Það, sem því hv. þm. beindi til mín í sambandi við afstöðu mína í ríkisstj. gagnvart þessum málum, fellur náttúrlega alveg um sjálft sig.

ríkisstj. nú er loks hætt að innheimta tolla, sem heimilt er að fella niður, hefur sínar ástæður, sem þessi hv. þm. veit vel um, hvers vegna það nú er gert, þó að það hafi ekki verið gert áður:

Hv. þm. endurtók svo það, sem hv. þm. Ísaf. var búinn að hamra á hér áður og hv. þm. Sósfl. sömuleiðis, að að sjálfsögðu hefði mátt hækka járnsmiðakaupið um síðustu áramót og jafnvel prentarakaupið, án þess að það hefði haft áhrif á dýrtíðina í landinu. Það má nú segja það, að það hefði mátt hækka kaup hjá einstökum stéttum — það er búið að ræða um þetta áður —, án þess að það hefði leitt af sér almenna hækkun á kaupgjaldi eða verðlagi. En hvorki þessum hv. þingmönnum né öðrum hefur vitanlega dottið í hug, að slík kauphækkun geti átt sér stað hjá vissum stéttum í landinu, án þess að aðrar stéttir fylgdu með og af því hefði leitt almenna kauphækkun í landinu. Og það var þetta, sem reynt var að koma í veg fyrir og alls staðar er reynt að koma í veg fyrir. Og það er ekki til þess að níðast á hagsmunum hinna fátæku, heldur til þess að vernda hagsmuni þeirra, sem verða því fátækari sem verðbólgan verður meiri, vegna þess að það, sem þeir geta lagt fyrir, verður því minna virði sem verðbólgan vex. Og ef það, sem fátækt fólk hefur getað lagt fyrir, hefði verið gert sífellt verðminna, þá geri ég ráð fyrir, að ekki síður hefði sungið í tálknunum á þessum hv. þm.

Það vill nú svo til, að í hinni alllöngu ræðu hv. þm. er ekki fleira, sem ég þarf að svara. Með þessum atriðum er í raun og veru allri ræðunni svarað. Hv. þm. kom svo inn á það, kannske meira í sambandi við ræðu hæstv. viðskmrh., að þessi skattal., sem við hefðum sett, væru ekki stórtæk. Og í sambandi við það, að ráðgerðar eru af forseta Bandaríkjanna ýmsar dýrtíðarráðstafanir, þar á meðal lögbinding kaups, las hann upp úr ágætu blaði, að fleiri ráðstafanir væru ráðgerðar í sambandi við þær, svo sein það, að enginn Bandaríkjaþegn mætti hafa meira en 25 þús. dollara eftir af árstekjum af atvinnu sinni. Og í sambandi við þann afgang af tekjunum, sem má, eftir því sem ráðgert er, ekki vera meiri en þetta hjá hverjum einstökum Bandaríkjaþegni, tekur hv. þm. stærsta fyrirtækið, sem rekið er hér á landi. Ég geri ráð fyrir, að þarna í Bandaríkjunum sé ekki átt við stærstu atvinnufyrirtæki, heldur, eins og orðin hljóða, einstaka Bandaríkjaþegna. Þess vegna stoðar ekki að bera saman við það þau ákvæði, sem hér eru sett um það, hvað stærstu og áhættusömustu fyrirtæki, sem hér eru rekin, eigi að fá að leggja í sjóði með svo og svo miklum böndum og fyrirmælum um, hvernig eigi að geyma það fé til tryggingar því, að því verði ekki varið til annarra hluta en ætlazt er til, að endurnýja framleiðslutækin og vera viðbúin að taka erfiðari tímunum, þegar þá ber að höndum.

Svo sagði hv. þm., að ef hann hefði vitað svo og svo mikið fyrir fram, þá mundi hann í ársbyrjun 1940 ef til vill hafa hallazt að því að byggja fyrir hækkun grunnkaups hjá. verkalýðsfélögunum. En ég minnist þess, að í ársbyrjun 1940 birtust góðar greinar í blaði flokks hans, sem hnigu að allt öðru heldur en því að ýta undir almenna kauphækkun í landinu, svo gersamlega allt öðru, að það var beinlínis varað við því að hækka kaupið. (HG: Þetta er fullkominn misskilningur). Ég held, að þessi hv. þm. hafi þá fullkominn misskilning á því, sem í þessu blaði stóð. Þar voru sögð þessi gullvægu orð, að slíkar kauphækkanir mundu kannske endast fram yfir næstu kosningar, en áreiðanlega ekki lengur. — Ég lyst líka við, að þetta skraf þessa hv. þm. muni endast fram yfir næstu kosningar, — en ætli það detti svo ekki í logn?