07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (441)

24. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Þetta mál hefur veið rætt hér nokkuð og allýtarlegt nál. komið fram, þar sem lýst er afstöðu tveggja aðila, sem hafa fengið málið til umsagnar, Fiskifélags Íslands og Atvinnudeildar háskólans. Það er ekki ástæða til að bæta við það, en fyrir liggja eindregnar áskoranir um að fella frv. frá útvegsmönnum í Hrísey og Ólafsfirði, smábátaeigendum á Akureyri og bæjarstjórn Akureyrar. Við þessi mótmæli hefur bætzt símskeyti frá samvinnufélagi útgerðarmanna á Norðfirði, sem ég vil lesa upp með leyfi hæstv. forseta: „Fundur samvinnufélags útgerðarmanna, haldinn 6. maí 1942, mótmælir harðlega öllum breytingum á lögum um dragnótaveiði í landhelgi, sem fram hafa komið á yfirstandandi þingi, að því er við kemur frekari takmörkun veiðinnar, þar sem öll venjuleg linumið stærri báta fyrir alusturlandi eru lokuð vegna tundurduflagirðinga og því ekki um annan veiðiskap að ræða en dragnót.“

Ég veit ekki, hvort Alþ. hefur ráð á að bæta við böl Austfirðinga, þar sem búið er að loka fyrir línuveiðar þeirra, með því að loka líka miðunum fyrir Norðurlandi. Annars verða þeir að leigja báta sína Bretum, en ekki trúi ég, að það sé stefna Alþ. að stuðla að því.

Ýmsir nm. mundu vilja láta fella frv., en samkomulag varð um till. til rökst. dagskrár. Dagskráin er á þskj. 318. Við atkvgr. um hana kemur í ljós, hvaða lífsmöguleika Alþ. vill leyfa Austfirðingum og útvegsmönnum á Norðurlandi að síldveiðitímanum loknum, og hvaða möguleika það vill leyfa hraðfrystihúsunum.