23.02.1942
Efri deild: 3. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

3. mál, útsvör

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég get einnig sagt það, að það er minn skilningur á þessum l., að það ætti að kjósa eins og kosið var. Ég skildi það einnig svo, að lögfræðingarnir í stjórnarráðinu hefðu skilið l. þannig. Hins vegar var það orðað þannig á bæjarstjórnarfundi, þar sem þessi skoðun kom fram, að þessu máli yrði skotið til úrskurðar, og tel ég þess vegna ektei rétt að tilkynna neitt fyrirfram um þann úrskurð.