20.05.1942
Efri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (572)

2. mál, dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum

*Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Svo sem sjá má af nál., hefur allshn. ekki getað orðið sammála um afgreiðslu frv. Leggjum við hv. 11. Landsk. til að frv. verði samþ., en hv. landsk. að það verði fellt.

Þetta mál hefur nú verið rætt mjög ýtarlega, síðan það kom fram í þingbyrjun, og m.a. hefur það verið þaulrætt í blöðum. Við 1. Umr. í d. var það einnig rætt. Ég býst ekki við, að neitt sem miklu máli skiptir, sé óframkomið í þeim sem miklu máli skiptir, sé óframkomið í þeim umr. Það, sem um málið verður nú sagt, mun að mestu verða endurtekning. Mér virðast það einkum vera tvö atriði, sem andstæðingar málsins telja því til foráttu sérstaklega. Annað er að frv. takmarki allt of mikið ákvörðunarrétt þeirra einstakra stétta til þess að setja verðlag á sína vöru, og hitt að frv. nái ekki tilgangi sínum að halda niðri kaupgjaldi og verðlagi. Ég skal sízt af öllu mótmæla því, að frv. gangi langt í því að takmarka sjálfsákvörðunarrétt manna. En þess ber að gæta, að sá kostur er við frv., að það tekur til vel flestra,— að vísu ekki allra —, sem geta haft aðstöðu til þess að setja óeðlilegt verð á vöru sína. Þá er ekki hægt að segja, að sérstaklega sé gengið á hag einnar stéttar eða eins flokks manna. Því hefur verið haldið fram, að þessu frv. sé aðallega stefnt gegn verkafólki. Ég hygg að þessi staðhæfing sé með öllu órökstudd, því að í frv. eru ákvæði sem takmarka t.d. rétt ýmissa framleiðenda til að setja verð á vörur sínar og rétt þeirra til álagningar, sem lifa af kaupskap, og þótt ekki sé beint fram tekið, skilst mér það heimila takmörkun álagningar á saumaskap og verkstæðisvinnu o.s.frv. Þetta sýnir, að það er öfugmæli, að frv. sé aðallega stefnt gegn verkafólki. Hitt er allt annað mál, hverjir harðast kunna að verða úti við beitingu ákvæðanna. En aðalmótbáru þessari er bezt svarað með rökum sjálfra þeirra, er bera hana fram. Ekki eru margir dagur, síðan ég deildi einmitt við þá um atriði í húsaleigul. og bar fram brtt. um, að ákvæði nokkurt skyldi ekki gilda utan stærri kaupstaðanna. Engir stóðu fastar en þeir móti því, að við nokkru væri hróflað í þeim l., og þó verð ég að segja, að sízt er gengið nær sjálfsákvörðunarrétti manna í þessu frv. en gert er með því ákvæði húsaleigul., sem nm var deilt. En þar var á þeirra manna rétt gengið, sem þeir telja heimilt að ganga á. En í þessu er mikið ósamræmi hjá andstæðingum frv.

Því hefur jafnframt verið haldið fram, að ákvæði þessa frv. væru óþörf, af því að þau snerta hag þeirrar stéttar, sem þessir menn telja sig forkólfa fyrir. Ég veit ekki, hvernig andstæðingar frv. gætu litið á það, að verkalýðurinn ætti að vera eini aðilinn í landinu, sem hefði alveg frjálsar hendur með að setja verðlag á varning sinn, en af öllum öðrum væru tekin ráð: Ef til vill hneykslast andstæðingár frv. á því, að ég kalla vinnu varning. Ég vil minna á það, að í blöðum andstæðinga frv. nefna þeir sjálfir vinnuna þessu nafni. Þar hafa þeir margoft sagt, að þeim fyndist það vera nokkuð hart, að verkalýðurinn mætti ekki setja verð á sinn eiginn söluvarning, þar sem allir aðrir í landinu hefðu þennan rétt. Ef þetta er svo, skilst mér, að þeir hafi um leið komið vinnuaflinu undir markaðsvörur. Ég hygg, að þetta megi líka til sanns vegar færa. Því er haldið fram, bæði í nál. minni hl. og í ræðum, sem haldnar hafa verið í þinginu, að verkalaunin hafi lítil áhrif á dýrtíðina. Ég veit ekki betur en andstæðingar frv. hafi í blöðum sínum haldið því fram hingað til, að framleiðslan í þessu landi byggðist alveg á verkamönnum, og ég hygg, að það megi mikið til sanns vegar færa. Ef framleiðslan byggist á vinnunni, þá sé ég ekki betur en að vinnan sé stór þáttur í verðlagi framleiðslunnar. Það er því hreint öfugmæli, að vinnan hafi ekki áhrif á verðlag í landinu. Ég held því, að sé með sanngirni litið á þetta frv. og óhlutdrægt, sé ekki bein ástæða til að ætla, að verkalýðurinn í landinu verði harðar úti en aðrar stéttir, sem varning selja. Ef það er réttlátt að segja við framleiðanda markaðsvöru: Þú hefur ekki heimild til að selja hana hærra verði heldur en ákveðið er af þar til kjörnum nefndum, — Þá held ég að við verðum einnig að segja við framleiðendur vinnuafls: Þið megið ekki selja ykkar hluta framleiðslunnar hærra verði en ákveðið er. — Ég held, að ef menn á annað borð viðurkenna bæði þessi l. og húsaleigul., þá sé nauðsynlegt að setja þau, vegna þess að almenningsheill krefst þess, og þá verður að taka fyrst þá þætti, sem þar að standa.

Þá kem ég að hinni mótbárunni, að þýðingarlaust sé að setja þessi l., því að þau verði brotin. Ég þekki ekki inn á það atriði, en ef svo fer, að þetta ákvæði dugi ekki og kaupið fari upp; hvort sem er, hvað hafa þá þessir menn að missa, sem þessi ákvæði snerta? Ef þessir menn geta hækkað kaupið eftir sem áður, þá er ekki' um neitt að sakast. Það má líka segja um ýmis önnur l., að þau séu brotin, eins og t.d. skattal.;. sem allir vita, að mikið er farið í kringum, þó að engum detti í hug að hætta að leggja á opinbera skatta. Ég held, ef á annað borð á að reyna að halda niðri dýrtíðinni, verði ekki komizt hjá að einhverjir liði við það, eins og t.d. við húsaleigul., sem koma illa við suma menn. Ég geng inn á þá hugsun með andstæðingum frv., að almenningsheill krefjist þess, að húsaleigul. væru sett og þessar ráðstafanir gerðar. Ég gerði tilraun til að lagfæra einn galla á þeim, en það heppnaðist ekki, og um það er ekki að sakast, en mér hefur aldrei dottið í hug að vilja afnema húsaleigul. Ég held, að ef þessi l. væru afnumin, yrði það sama uppi á teningnum og með húsaleigul. Það má vel vera, að andstæðingar frv. áliti, að almenningsheill sé eitthvað annað en ég held að hún sé. En eins og þeir vita, mundi það fyrst og fremst koma niður á verkalýðnum í landinu, ef húsaleigul. hyrfu. Þetta er nokkuð svipað því, þegar talað er um hið innlenda afurðaverð. Andstæðingum frv. finnst réttlátt að setja fast verð á innlendar afurðir og hámarksverð á erlendan varning, . og þeir mundu verða með þessum l., ef út úr væru tekin ákvæðin um vinnulaun. Þess vegna álít ég, að þessir menn viti ekki, hvað almenningsheill er. Þessum l. hefur verið mótmælt einmitt með að halda fram hliðstæðum lögum, t.d. húsaleigul. Ég vil benda á það, að síðan þessi l. voru sett, hefur vísitalan staðið óbreytt, og ég hef góðar heimildir fyrir, að dýrtíðin muni ekki aukast í þessum mánuði. Ég býst við, að fleira muni koma til greina. heldur en þetta, þegar halda skal dýrtíðinni niðri, en þetta mun verða stærsti þátturinn í þeim framkvæmdum, og væru þessi l. afnumin nú, yrði ekki einungis erfitt, heldur ómögulegt, að halda dýrtíðinni niðri. Hitt er annað mál, að fleiri ráðstafanir þarf að gera. Ég hef sýnt hér fram á, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið með þessum l., hafa valdið því, að dýrtíðin hefur hætt að vaxa, en ef á að fá hana niður, þarf að taka til fleiri ráða.

Ég get nú látið máli mínu lokið. Ég játa fyllilega, að það er fátt í ræðu minni, sem ekki hefur verið sagt áður hér í þinginu, og svo mun einnig gera um þá, sem eru á móti frv. Ég taldi þó rétt að segja álit mitt á þessu máli, og ég hygg, að ég hafi um leið fundið sömu niðurstöðu og þeir aðrir hv. þm., sem vilja fá þessu máli framgengt.