27.02.1942
Efri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í B-deild Alþingistíðinda. (623)

7. mál, fiskveiðasamþykktir og lendingarsjóður

Ingvar Pálmason:

Fyrir hönd sjútvn. þessarar hv. d. vil ég láta þess getið, að þegar mál þetta var lagt fram í Nd., óskaði hv. flm. þess við sjútvn. þessarar hv. d., að hún kynnti sér málið og fylgdist með því, til þess að það gæti gengið sem greiðlegast gegnum þingið. Þetta hefur nú n. gert, og fyrir hönd hennar get ég lýst yfir því, að hún mælir með frv. Ég vænti þess því, að hv. d. geti fallizt á, að óþarft sé að vísa málinu til n.