27.02.1942
Efri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

7. mál, fiskveiðasamþykktir og lendingarsjóður

Forseti (EÁrna):

Hv. flm. frv. hefur óskað þess, að málinu verði hraðað gegnum þingið, þar sem áríðandi er, að það geti sem fyrst orðið að l., og samkvæmt yfirlýsingu hv. frsm. sjútvn. telur hv. n. ekki þörf á því, að málinu sé vísað til hennar. Geri ég ráð fyrir, að málinu verði alls ekki vísað til n. Og í trausti þess, að hv. d. veiti nauðsynleg afbrigði, vil ég setja fund þegar að þessum fundi loknum til þess að afgreiða málið.