12.05.1942
Neðri deild: 56. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í C-deild Alþingistíðinda. (642)

131. mál, tollskrá o.fl.

*Frsm. (Emil Jónason):

Eins og fylgiskjöl þau, sem prentuð eru með grg., bera með sér, þá hafa iðnn. borist allmörg erindi frá ýmsum iðnfélögum það, að ýmis ákvæði tollskrárinnar væru óréttlát í þeirra garð. 1. sendi þessi erindi tollstj. til umsagnar, og er umsögn hans einnig prentuð með grg. Tollstj. leggur til, að ein aths. iðnrekenda verði tekin til greina, þ.e.a.s., að tollur af bókbandsvélum verði færður niður í 8% úr 30% og sé það gert til samræmis við það, sem gildir um aðrar vélar. Þessari breyt. vill n. mæla með. Öðrum óskum um breyt. á þessum ákvæðum tollskrárinnar treystir n. sér ekki til að mæla með.

Ég vil vænta þess, að hv. d. sjái sér fært að afgr. þetta mál fljótlega. svo að það fái fulla afgreiðslu á þessu þingi.